Getraun mánaðarins

Jolatre sneid

 

 

 

Jólatréð okkar sækjum við í Katlagil. Eftir jól þegar tréð hefur verið tekið niður sögum við sneið neðan af því og þá má skoða hvað tréð hefur verið gamalt með því að telja árhringina. Þetta vita nemendur vegna þess að smíðakennarinn þeirra kennir þeim undirstöðuatriði í viðarfræði. Sneiðin sem söguð er neðan af trénu gengur svo á milli bekkja þannig að allir geti skoðað árhringina og talið þá. Hver bekkur kemur sér saman um niðurstöðu sem síðan er komið til umhverfisnefndar sem sker úr um hvaða svar eða svör eru rétt. NIðurstaðan er síðan kynnt í morgunsöng þegar hún liggur fyrir. Getur þú talið árhringina og fundið út hve gamalt tréð var þegar það var fellt?

Prenta | Senda grein

Lestrarátak Ævars vísindamanns

aevarÞann 1. janúar hófst Lestrarátak Ævars vísindamanns sem stendur til 1. mars 2017. Átakið er fyrir alla krakka í 1.-7. bekk.
Lestrarátakið virkar þannig, eins og áður, að fyrir hverjar þrjár bækur sem nemendur í 1.-7. bekk lesa fylla þau út miða sem þau sækja í gegnum www.visindamadur.is Miðana er einnig hægt að fá á skólasafninu. Foreldri, kennari eða bókasafnsfræðingur kvittar á hvern miða og svo er miðinn settur í kassa sem er að staðsettur á skólabókasafninu.
Því fleiri bækur sem börnin lesa - því fleiri miða eiga þau í pottinum. Í lok átaksins eru dregin út nöfn fimm barna og fá þau í verðlaun að verða persónur í nýrri ævintýrabók sem Ævar er að skrifa, Bernskubrek Ævars vísindamanns 3: Gestir utan úr geimnum.

Prenta | Senda grein

Jólaleyfi

Jólaleyfi hefst samkvæmt skóladagatali 21. desember. Kennsla hefst aftur miðvikudaginn 4. janúar samkvæmt stundaskrá.

Prenta | Senda grein