Foreldraviðtöl og haustfrí

vidtalMiðvikudaginn 19. október verða foreldraviðtöl í skólanum. Nemendur koma með breakforeldrum sínum til viðtals við umsjónarkennara samkvæmt samkomulagi.

Dagana 20 til 24. október er síðan vetrarfrí og skólinn lokaður. Kennsla hefst aftur samkvæmt stundaskrá þriðjudaginn 25. október.

Prenta | Netfang

Fiskasýning í 1. bekk

IMG 1321 Small

Faðir eins nemanda í fyrsta bekk sem var að koma úr róðri ákvað að koma með sýnishorn af aflanum í skólann í morgun og sýna krökkunum nokkrar þeirra ótal tegunda dýra sem lifa í hafinu. Það var mikill ákafi og forvitni sem skein úr hverju andliti og margra spurninga spurt um nöfn og lifnaðarhætti. Sumt þótti krökkunum svolítið ógeðslegt en allt var samt fróðlegt og skemmtilegt. Einhverjum varð að orði að þetta liti allt öðruvísi út en í fiskbúðinni eða hjá Sigga kokki! Náttúrufræðikennsla eins og hún gerist best.  

Lesa >>

Prenta | Netfang

Ný umhverfisnefnd Laugarnesskóla

UmhverfisnefndNú er lokið kjöri í umhverfisnefnd skólans fyrir skólaárið 2016-2017. Verkefni Umhverfisnefndar er margskonar. Laugarnesskóli er Grænfánaskóli, en skólar fá Grænfánann til tveggja ára í senn. Á tveggja ára tímabili er unnið með ákveðin hugtök eða þemu og þemað í fyrra og í ár er Átthagar.

Í vetur mun fara fram umræða meðal nemenda um nýtt þema til næstu tveggja ára. Hægt er að velja um þemun vatn, orka, úrgangur, samgöngur, landslag, loftslagsbreytingar, lífbreytileiki, hnattrænt jafnrétti, náttúruvernd, neysla og vistheimt.
Áður hefur skólinn unnið með þemað lýðheilsa.
Önnur störf nefndarmanna eru m.a. að huga að flokkun í stofum, útdeila öskjum undir rafhlöður, hvetja til þátttöku í átaksverkefnum ÍSÍ varðandi hreyfingu og veita viðurkenningar í kjölfarið.

Á myndinni má sjá nýkjörna nefnd en í henni sitja Brynja 2.K, Ágústa Guðrún 3.K, Sofía 4.L, Alexandra Ósk 5.N, Ísleifur 6.N og Almar Páll 6.L, en hann er fulltrúi frá fyrra ári og því tengiliður inn í nýja nefnd.

Prenta | Netfang

16. september er undirbúningsdagur

undirbuningurÁ morgun, föstudaginn 16. september, er samkvæmt skóladagatali 2016-2017 undirbúningsdagur kennara og nemendur mæta ekki í skólann. Kennsla hefst aftur mánudaginn 19. september samkvæmt stundaskrá.

 

 

Prenta | Netfang