Fyrsti skóladagurinn

24.8.2016fyrsti skoladagur 1.bk

 Í dag var fyrsti skóladagur nemenda í 1. bekk. Eins og gefur að skilja var margt nýtt sem bar fyrir augu og þátttaka í venjubundnum störfum skólans afar forvitnileg. Það átti til dæmis við um morgunsönginn en 1. bekkingar tóku þátt í honum í fyrsta skipti í dag. Stór augu og opnir munnar sáust víða, ekki bara þegar tekið var undir í laginu Það er leikur að læra sem sungið var í tilefni dagsins.

 

Prenta | Senda grein

Laugarnesskóli Réttindaskóli UNICEF

IMG 1478Laugarnesskóli verður einn þriggja fyrstu réttindaskóla UNICEF hér á landi. Samkomulag þess efnis var undirritað síðasta fimmtudag og markar samningurinn tímamót. Réttindaskólar eru alþjóðlegt vottunarverkefni sem borið hefur mikinn árangur.
Þátttökuskólar leggja Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna til grundvallar öllu starfi sínu. Markmiðið er að byggja upp lýðræðislegt námsumhverfi, auka þekkingu á mannréttindum og stuðla að gagnkvæmri virðingu innan skólasamfélagsins. Með verkefninu er skapaður rammi utan um þau markmið sem koma fram í aðalnámskrá grunnskóla, grunnskólalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna um mannréttindi, jafnrétti og lýðræði.
Sjá nánar á RUV og heimasíðu UNICEF á Íslandi

Prenta | Senda grein

Skólasetning 2016

Skólasetning haustið 2016 verður mánudaginn 22. ágúst. Nemendur komi í skólann sem hér segir: 

2. bekkur . . . . . . . . .  kl. 12.00
3. og 4. bekkur . . . . . .kl. 13.00
5. og 6. bekkur . . . . . .kl. 14.00

Nemendur 1. bekkjar verða boðaðir í viðtöl ásamt foreldrum 22. og 23. ágúst. Kennsla hjá 1. bekk hefst miðvikudaginn 24. ágúst samkvæmt stundaskrá.

Hlekkir á skóladagatal og innkaupalista er að finna neðar á þessari síðu en einnig er hægt að smella á orðin hér að framan.

Prenta | Senda grein

Skólaslit

Í dag var skólanum slitið í áttugasta sinn. Að venju var mikið um dýrðír þegar elsti árgangur skólans var kvaddur og  fékk viðurkenningar sínar. Fulltúi foreldra ávarpaði gesti og nemendur fluttu tónlistaratrriði auk þess sem skólastjóri hélt ræðu og þakkaði nemendum og foreldrum þeirra fyrir samveruna undanfarin sex ár. 

Lesa >>

Prenta | Senda grein