Foreldraviðtöl, undirbúningsdagur og vetrarleyfi

Foreldraviðtöl verða föstudaginn 17. febrúar og þá mæta nemendur með foreldrum/forráðamönnum til viðtals við kennara. Engin kennsla er þann dag.
Dagana 20. og 21. febrúar er vetrarfrí og skólinn lokaður.
Miðvikudaginn 22. febrúar er undirbúningsdagur kennara og engin kennsla.
Kennsla hefst á ný samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. febrúar

Prenta | Senda grein

Bókabíllinn stoppar við Laugarnesskóla

IMG 1409 SmallSamstarf á milli bókabíls Borgarbókasafnsins og Laugarnesskóla er nú hafið. Bókabíllinn mun stoppa við Laugarnesskóla á fimmtudögum og vera aðgengilegur 5. og 6. bekkjunum til að byrja með. Markmiðið með þessu samstarfi er að auka bókaúrval fyrir nemendur og næra þá spennu sem getur myndast við að velja sér áhugaverða bók. Nú þegar hafa fjórir bekkir kíkt í bílinn og var ekki annað að sjá en nemendur væru áhugasamir um þessa nýjung í skólastarfinu.
Laugarnesskóli hefur ávallt lagt mikið upp úr lestri og því er fagnaðarefni að fá bókabílinn í heimsókn vikulega.

Lesa >>

Prenta | Senda grein

Hundrað daga hátíð

IMG 1428 Small

1. febrúar voru nemendur í 1. bekk búnir að vera 100 daga í skólanum.  Af því tilefni héldu þau 100 daga hátíð.  Þau bjuggu til hatta og kramarhús og unnu ýmiskonar verkefni tengda tölunni 100 í tilefni dagsins.

Lesa >>

Prenta | Senda grein

Viðurkenning

Gongum i skolannEin einfaldasta leiðin til að auka hreyfingu í daglegu lífi er að velja virkan ferðamáta, svo sem göngu, hjólreiðar, hlaup, línuskautar og hjólabretti. Ávinningurinn er ekki aðeins bundinn við andlega og líkamlega vellíðan heldur er þetta einnig umhverfisvæn og hagkvæm leið til að komast á milli staða.
Á síðasta ári tóku milljónir barna í yfir 40 löndum viðs vegar um heiminn þátt í Göngum í skólann. Hér á landi voru 76 skólar skráðir til leiks og hefur þátttakan vaxið jafnt og þétt, en fyrsta árið voru þátttökuskólar 26. Síðasta haust tóku margir nemendur og bekkir í Laugarnesskóla þátt í Göngum í skólann. Nú hefur okkur borist viðurkenningarskjal fyrir þátttökuna.
Á myndinni sjást fulltrúar Umhverfisnefndar, Almar Páll og Alexandra Ósk halda á skjalinu.

Prenta | Senda grein