Grænfáninn

IMG 1815 Small Í gær tók Laugarnesskóli við Grænfánanum í fjórða sinn. Ásamt því að flokka vel allan úrgang í skólanum og ganga vel um umhverfið og náttúruna alla er unnið með sérstakt Grænfánaþema tvö ár í senn. Sú vinna á að ýta undir þekkingu og samsömun nemenda og starfsmanna með náttúrunni og samfélaginu.

Seinustu tvö ár hafa nemendur unnið með þemað Átthagar. Þá voru ýmis verkefni unnin í tengslum við 80 ára afmæli skólans. Hverfið okkar var skoðað, einnig gamlar kennslubækur, skólagögn og leikir sem leiknir voru áður fyrr.

Næstu tvö ár hafa nemendur og starfsfólk ákveðið að vinna að þemanu Hnattrænt jafnrétti. Það tengist vel vinnu skólans um Barnasáttmálann.

Í Umhverfisteymi skólans eru eftirfarandi nemendur: Brynja 2.K , Ágústa 3.K, Selma 4.Ó, Alexandra Ósk 5.N, Ísleifur 6.N og Almar Smári 6.L. Andrea Burgher er fulltrúi foreldra. Guðrún Ásbjörnsdóttir smíðakennari og Áslaug Ívarsdóttir umsjónarkennari 5.N eru fulltrúar starfsmanna.

Prenta | Netfang

Foreldraverðlaun 2017

heimili skoliÞau gleðilegu tíðindi bárust að skólinn hafi verið tilnefndur til foreldraverðlauna Heimilis og skóla 2017. Tilnefnt er fyrir verkefnið Verum vinir - forvarnir gegn einelti sem sem er samstarfsverkefni Laugarnesskóla, Laugarsels og Vöndu Sigurgeirsdóttur.
Verkefnið er forvarnarverkefni gegn einelti. Markmiðið er eineltislausir árgangar í gegnum vináttuþjálfun, efling félagsfærni og jákvæð samskipti og samvinnu. Í verkefninu er stuðst við fjölþættar aðgerðir sem forvörn gegn einelti. Markmiðið er að verkefnið skili þeim árangri að börnum í félagslegum vanda fækkar og betri andi verði hjá nemendum, kennurum og starfsfólki. Um er að ræða þróunarverkefni undir stjórn Vöndu Sigurgeirsdóttur.

Prenta | Netfang

Skóli í blóma

12Þetta er tíminn þegar kirsuberjatrén standa í blóma. Í Laugarnesskóla má finna blómstrandi kirsuberjatré og þegar betur er að gáð þá eru sjálf kirsuberjablómin ljóð sem nemendur hafa ort um besta vin sinn eða vinkonu. Ljóðaformið er kallað perlu-fimma en það er þannig að í fyrstu línu er nafn þess sem ort er um. Í annarri línu eru tvö orð sem lýsa þeim sem um er ort, í þriðju línu þrjú orð um það sem viðkomandi getur gert. Í fjórðu línu koma svo fjögur orð sem lýsa tilfinningum höfundar til bestu vinkonu eða vinar. Að lokum endar perlu-fimman á einu orði sem er lýsandi fyrir yrkisefnið. 

Lesa >>

Prenta | Netfang