• IMG 5450 Mobile
  • 2013-11-16 14.17.47 Mobile
  • dagur isl tungu 201327 Mobile
  • dagur isl tungu 201326 Mobile
  • dagur isl tungu 201325 Mobile
  • IMG 5449 Mobile
  • dagur isl tungu 201324 Mobile
  • IMG 5448 Mobile

Skólaslit

Í dag var skólanum slitið í áttugasta sinn. Að venju var mikið um dýrðír þegar elsti árgangur skólans var kvaddur og  fékk viðurkenningar sínar. Fulltúi foreldra ávarpaði gesti og nemendur fluttu tónlistaratrriði auk þess sem skólastjóri hélt ræðu og þakkaði nemendum og foreldrum þeirra fyrir samveruna undanfarin sex ár. 

Lesa >>

Prenta | Senda grein

Útivistardagur

Í dag var hinn árlegi útivistardagur haldinn með pompi og prakt. Margt var sér til gamans gert og var verið víða um hverfið með stöðvar þar sem nemendur reyndu sig í hinum ýmsu þrautum. Allt tókst með ágætum og ekki spillti veðrið fyrir, hlýtt og gott. Í hádegismat var boðið upp á grillaðar pylsur og dagurinn endaði síðan með hinni hefbundnu fótboltakeppni á miilli kennara og 6. bekkinga sem eru nú að kveðja skólann.

Lesa >>

Prenta | Senda grein

Samkeppni um bókamerki

Efnt var til samkeppni um besta bókamerkið í afmælisþemavikunni. Allir nemendur skólans tóku þátt. Vignir Ljósálfur og Sigrún Sif kennarar sáu um framkvæmdina.
Í dómnefnd voru Sigríður Heiða skólastjóri, Kolfinna Mjöll kennari, Nína stuðningsfulltrúi og Linda Dögg foreldri.
Það er óhætt að segja að valið hafi verið erfitt þar sem dómnefnd þurfti að velja 6 bókamerki, eitt úr hverjum árgangi, úr u.þ.b. 500 bókamerkjum. Vinningshafarnir fengu viðurkenningarskjal og Harry Potter bókamerki í verðlaun auk þess sem vinningsbókamerkin verða prentuð og notuð af nemendum og starfsfólki skólans næsta skólaár.

Lesa >>

Prenta | Senda grein

Skertur dagur, Gullakistuviðtöl og skólasllit

Á morgun miðvikudaginn 8. júní er útivistardagur. Dagurinn er skertur þannig að skóla lýkur eftir hádegismat. Laugasel verður með sína dagskrá eins og venjulega. 

Á fimmtudag 9. júní eru Gullakistuviðtöl og þá mæta foreldrar með börnum sínum í skólann þar sem nemendur sýna aðstandendum í Gullakisturnar og fara síðan heim. Útskrift 6. bekkjar er síðan á dagskrá kl. 13:00 í hátíðarsal skólans. 

Prenta | Senda grein