Ný umhverfisnefnd Laugarnesskóla

UmhverfisnefndNú er lokið kjöri í umhverfisnefnd skólans fyrir skólaárið 2016-2017. Verkefni Umhverfisnefndar er margskonar. Laugarnesskóli er Grænfánaskóli, en skólar fá Grænfánann til tveggja ára í senn. Á tveggja ára tímabili er unnið með ákveðin hugtök eða þemu og þemað í fyrra og í ár er Átthagar.

Í vetur mun fara fram umræða meðal nemenda um nýtt þema til næstu tveggja ára. Hægt er að velja um þemun vatn, orka, úrgangur, samgöngur, landslag, loftslagsbreytingar, lífbreytileiki, hnattrænt jafnrétti, náttúruvernd, neysla og vistheimt.
Áður hefur skólinn unnið með þemað lýðheilsa.
Önnur störf nefndarmanna eru m.a. að huga að flokkun í stofum, útdeila öskjum undir rafhlöður, hvetja til þátttöku í átaksverkefnum ÍSÍ varðandi hreyfingu og veita viðurkenningar í kjölfarið.

Á myndinni má sjá nýkjörna nefnd en í henni sitja Brynja 2.K, Ágústa Guðrún 3.K, Sofía 4.L, Alexandra Ósk 5.N, Ísleifur 6.N og Almar Páll 6.L, en hann er fulltrúi frá fyrra ári og því tengiliður inn í nýja nefnd.

Prenta | Senda grein

16. september er undirbúningsdagur

undirbuningurÁ morgun, föstudaginn 16. september, er samkvæmt skóladagatali 2016-2017 undirbúningsdagur kennara og nemendur mæta ekki í skólann. Kennsla hefst aftur mánudaginn 19. september samkvæmt stundaskrá.

 

 

Prenta | Senda grein

Aðalfundur foreldrafélags Laugarnesskóla 2016

Aðalfundur foreldrafélagsins verður haldinn þriðjudagskvöldið 13.9 næstkomandi

Fundurinn hefst klukkan 19:30 með hefðbundnum aðalfundarstörfum.

1. Setning fundar og kosning fundarritara

2. Formaður kynnir árskýrslu stjórnar

3. Gjaldkeri kynnir reikninga félagsins

4. Formaður skólaráðs flytur ársskýrslu

5. Skýrslur bornar upp til samþykktar

6. Kosning í ráð og nefndir ef þarf

7. Önnur mál

Í beinu framhaldi mun Hjördís Eva Þórðardóttir frá Unicef koma og kynna fyrir okkur hugmyndina að réttindaskólum Unicef sem bæði Laugarnesskóli og Laugalækjarskóli tilheyra nú. Foreldrar barna í Laugalækjaskóla verða boðnir á þá kynningu. Við munum senda frekari lýsingu á erindinu þegar nær dregur fundi. Léttar veitingar í boði og hlökkum til að sjá sem flesta. 

Prenta | Senda grein

Hjólað í skólann hefst á morgun

IMG 1066 Small

Á morgun hefst átakið Göngum í skólann. Að þessu sinni er átakið tengt stærðfræði og safna nemendur gögnum og vinna með þau í stærðfræðitímum. Verður fróðlegt að sjá hvað kemur út úr þeirri vinnu.
Af þessu tilefni er rétt að minna alla á að hvetja nemendur til þess að nota hjálmaog annan öryggisbúnað við hjólreiðar og hvetja foreldra til þess að skipuleggja góðar og öruggar hjóla- og gönguleiðir í skólann.
Mennta og menningarmálaráðuneytið gaf út „Handbók um velferð og öryggi barna í grunnskólum“ árið 2014. Í kafla 5.5.7 er fjallað um göngu- og hjólaleiðir barna í skólann. Þar kemur fram að æskilegt sé að sem flest börn gangi eða hjóli í skólann en þannig skapist minni hætta af umferð ökutækja við skólann. Mikilvægt sé að kynna árlega öruggar göngu- og hjólaleiðir og ábyrgð foreldra á öryggi barna á leið í og úr skóla. Ávallt skuli gæta öryggissjónarmiða í þessum efnum. Æskilegt sé að skólinn hafi frumkvæði að því að hvetja börn til að nota hjálm við hjólreiðar.
Í kafla 10.12 er fjallað um góð ráð um gönguleiðir barna í skólann, og er vert fyrir foreldra að kynna sér þau ráð.
Handbókina má sjá hér: https://www.menntamalaraduneyti.is/media/oryggishanbok/Oryggishanbok_grunnskola_2014.pd
Handbókin hefur ekki verið staðfest af Reykjavíkurborg og er því aðeins til viðmiðunar. Borgin hyggst gefa út handbók til notkunar í grunnskólum á næstunni.

Á vef samgöngustofu http://www.samgongustofa.is/umferd/fraedsla-og-oryggi/fraedsla/reidhjol/oryggisbunadur/ eru upplýsingar um öryggisbúnað vegna hjólreiða.

Prenta | Senda grein