Óvænt jólaboð

IMG 1393 Small

Í dag gladdi óvæntur atburður nemendur í 3.S. Þegar krakkarnir komu úr hádegisfrímínútum beið þeirra full stofan af foreldrum og öðrum ættignjum sem buðu upp ða kakó og smákökur. Bekkjarfulltrúarnir höfðu undirbúið samverustundina og hrintu henni í framkvæmd án vitundar barnanna. Lesin var jólasaga og krakkarnir þökkuðu fyrir sig með því að syngja tvö jólalög. Þetta var svo sannarlega gott veganesti inn í helgina framundan.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Jólaundirbúningur

IMG 2411 SmallSkólinn er nú óðum að fá jólalegt yfirbragð. Siggi kokkur er búinn að setja upp jólaþorpið og stóri glugginn í aðalsal skólans er kominn í jólabúninginn. Í morgunsöng er farið að syngja jólalög og Harpa og Kristinn taka til vð að spila jólalögin í upphafi skóladags nú í vikunni. Allt eykur þetta á eftirvæntinguna og jólaskapið og ekki spillir fyrir að snjóföl er farin að sjást úti við. Nú er um að gera að njóta aðventunnar og alls þess sem hún býður upp á.

Lesa >>

Prenta | Netfang

Undirbúningsdagur kennara 21. nóvember

Myndaniðurstaða fyrir teacher preparing

 

 

Mánudaginn 21. nóvember er undirbúningsdagur kennara samkvæmt skóladagatali. Kennsla hefst á ný þriðjudaginn 22. nóvember samkvæmt stundaskrá.

Prenta | Netfang

Réttindaráð Laugarnesskóla

IMG 1377 SmallEins og áður hefur verið sagt frá þá þessum vettvangi stefnir Laugarnesskól að því að verða ,,Réttindaskóli UNICEF" á þessu skólaári. Liður í þeim undirbúiningi er að skipa í réttindaráð skólans. Nú er vali á fulltrúum nemenda í réttindaráð  Laugarnesskóla lokið. Það eru nemendur úr 2. - 6. bekk, einn drengur og ein stúlka úr hverjum árgangi sem skipa nemendahópinn.

Þeir nemendur sem kjörnir voru í ráðið eru: Bergþóra Hildur 2. L og Hjalti 2. N, Ylfa Lind 3. S og Víglundur 3. K, Ingibjörg Ösp 4. N og Daníel Snær 3. K, Eyrún Ólöf 5. S og Jakob 5. K, Sólveig 6. K og Kári 6. N

Í dag var hópurinn kynntur á palli og í tilefni af degi mannréttida voru lögin Myndin hennar Lísu og Líttu sérhvert sólarlag sungin í kjölfarið. Sjá nánar hér.

Nemendur unnu einnig að því að myndskreyta dregla sem eiga að tákna hinar mismunandi greinar Barnasáttmála SÞ.

Lesa >>

Prenta | Netfang