Prenta |

Opið hús í Laugarnesskóla vel heppnað

þann .

setning MobileSíðasta föstudag var opið hús í lok þemaviku. Um 200 foreldrar og aðrir gestir mættu til að líta augum vinnu nemenda í þemavikunni. 

Laugardaginn 28. maí var svo hátíðin Laugarnes á ljúfum nótum haldin hér í skólanum. Húsfyllir var allan tímann sem hátíðin stóð yfir og komu margir gamlir nemendur í heimsókn til að rifja upp gömul kynni og líta við í sínum gamla skóla. Jón Freyr Þórarinsson fyrrverandi skólastjóri setti hátíðina og þar með 80 ára afmælishátíð skólans. Sagði hann frá því í setningarræðu sinni að hér hefði hann unnið alla starfsævina og líkað vel. Hátíðin var afar vel heppnuð og gleðileg í alla staði.

Skólanum bárust blóm og gjafir gömlum og ungum nemendum. Meðal annarra gjafa var gjöf frá fjölskyldu systkynanna Róberts og Tinnu en þau gáfu uppstoppaða álku í fuglasafn skólans. Pjetur Maak kennari, og einn af fyrrum nemendum skólans, færði sínum gamla skóla að gjöf fágæta hljómplötu með söng nemenda frá fyrri árum. Við kunnum öllum þeim sem færðu skólanum gjafir sem og öllum gstum bestu þakkir fyrir.  

Prenta |

Skertur dagur og starfsdagur

þann .

Í dag er skertur dagur hjá nemendum. Nemendur fara þá heim eftir hádegismat nema þeir sem fara í Laugasel, starfsemi þar er eins og venjulega.
Á morgun 31. maí er starfsdagur kennara og enginn skóli hjá nemendum.

Prenta |

Laugarnes á ljúfum nótum 2016

þann .

LLNLaugarnes á ljúfum nótum er árleg vorhátíð í Laugarneshverfinu. Að henni koma ýmsir hópar innan hverfisins sem vilja leggja rækt við velferð þess.
Í ár verður hátíðin í samvinnu við afmælishátíð Laugarnesskóla, en skólinn fagnar 80 ára afmæli sínu um þessar mundir. Hátíðin verður haldin laugardaginn 28. maí. Viðburðurinn í ár verður því stór, skemmtilegur og fjölbreyttur.

Dagskrárliðir- og framlög:    
Tími Hverjir Hvað Hvar
13.00 - 13.20 Laugarnesskóli Setning á hátíðinni í stóra sal Stóri salur
    B - sveit Stóri salur
    Jón Freyr Þórarinsson fyrrverandi nemandi, kennari, yfirkennari og skólastjóri og 
Sigríður Bára Min Karlsdóttir formaður hugmyndaráðs
Stóri salur
13.20, 14.30, 15.30   Morgunsöngur, samsöngur á sal Stóri salur
14.00, 15.00   Tónbrot, píanó og saxófónn Stóri salur
    Ljósmyndir af náttúrlistaverkum eftir yngri nemendur Á skólalóð
    Við í Laugarnesskóla 2016 – sjálfsmyndir eftir nemendur og starfsfólk Í anddyri við Gullteig
    Bókamerki eftir nemendur Í stóra glugganum
    Framtíðarskólinn – ritun eftir nemendur Fyrir framan bókasafnið
    Listaverk eftir myndum Jóhanns Briem Við tónmenntarstofu
    Myndverk eftir nemendur  Við listasmiðjustofur (kjallari)
    Myndir af gömlum verkfærum eftir nemendur og líkön af gömlum verkfærum í skáp Við stofu 14 (2. hæð)
    Stuttmyndir Stofa 1 (1. hæð)
Stofa 8 (2. hæð)
Stofa 14 (2. hæð)
Stofa 19 (3. hæð)
Stofa 34 (nýbygging (2.hæð)
    Gamla kennslustofan Stofa 10
    Gamlar ljósmyndir úr skólastarfinu Stofa 11 og stofa 32
    Úrklippubækur úr skólastarfi Á bókasafni
    Gamlir munir úr skólahaldi og verkefni frá fyrrverandi nemendum Skápar í stóra sal
    Leikmyndir og leikmunir notuð á palldagskrám Matsalur
    Mósaíklistaverk Norðan við húsið – við aðalinngang
13.30 - 15.30   Að spreyta sig í sirkuslistinni íþróttahús
    Upplýsingarspjöld, saga skólans á upplýsingarspjöldum Nýbygging
13.00 - 16.00 Foreldrafélag Laugalækjarskóla: Vöfflusala, kaffihús Salur, heimilisfræðistofa
13.00 - 16.00 Laugasel og Laugó Andlitsmálning F. framan bókasafn (úti eða inni)
  Laugó Nemendaráð - kynnar á hátíðinni.  
14.00 - 16.00 Dalheimar Skylmó Túnið við Hof
14.00 - 16.00   Bogfimi Túnið við Hof
13.00 - 16.00 Foreldrafélag Laugarnesskóla: Pylsusala Kverkin á skólalóð
  Ármann: Fimleikasýning Íþróttahús
    Tae Kwon Do  
    Körfubolti  
  Skólahljómsveit Austurbæjar: C- sveit, ganga um svæðið  
  Laugalækjarskóli: Atriði úr Grease Stóri salur
    8. bekkur í aðstoð og frágangi Um allt svæðið
  Laugarneskirkja: Unglingahljómsveitin Neon Stóri salur
    Ungleiðtogar í aðstoðarstörfum. Um allt svæðið
    Mannréttindahópurinn Breytendur á Adrenalíni útdeila hróskornum. Um allt svæðið
13.00 - 16.00 Skátarnir: Hoppukastalar Skeifan
    Kassaklifur Tún
    Foosball (sparkvöllur) Sparkvöllur

Við vonumst til að sjá sem flesta í dásamlegu stuði og gleði. Við höfum að sjálfsögðu lagt inn umsókn um gott veður þennan dag, sól og blíðu.

Prenta |

Opið hús á afmælishátíð

þann .

Á morgun, föstudag verður uppskeruhátíð þemavikunnar sem staðið hefur yfir. Opið hús verður á milli 9:00 og 10:30 og eru allir hjartanlega velkomnir í heimsókn. Fjölbreytt dagskrá verður í boði.

Norðan við húsið – við aðalinngang Mósaíklistaverk
Á skólalóð Ljósmyndir af náttúrlistaverkum eftir yngri nemendur
Í anddyri við Gullteig Við í Laugarnesskóla 2016 – sjálfsmyndir eftir nemendur og starfsfólk
Í stóra glugganum Bókamerki eftir nemendur
Fyrir framan bókasafnið Framtíðarskólinn – ritun eftir nemendur
Við tónmenntarstofu Listaverk eftir myndum Jóhanns Briem
Við listasmiðjustofur (kjallari) Myndverk eftir nemendur (Bergljót)
Smíðastofa (kjallari) Tóvinna
Við stofu 14 (2. hæð) Myndir af gömlum verkfærum eftir nemendur og líkön af gömlum verkfærum í skáp

Stofa 1 (1. hæð)

Stofa 8 (2. hæð)

Stofa 14 (2. hæð)

Stofa 19 (3. hæð)

Stofa 34 (nýbygging (2.hæð)

Stuttmyndir
Stofa 9 (2. hæð) Upptaka af dansi
Stofa 10 (2. hæð) Gamla kennslustofan
Stofa 11 (2. hæð) og stofa 32 (nýbygging 2. hæð) Gamlar ljósmyndir úr skólastarfinu
Á bókasafni Úrklippubækur úr skólastarfi