Öskudagurinn nálgast!

oskudagurNú styttist í öskudaginn en hann verður miðvikudaginn 1. mars. Í fyrra tóku íbúar hverfisins vel á móti flottum furðuverum, ofurhetjum og öðrum snillingum sem gengu um hverfið í sælgætisleit. Fyrir þá sem hafa áhuga að fá heimsóknir frá furðuverunum er hér miði sem hægt er að prenta út og setja í glugga eða við útihurðina. Gera má ráð fyrir að sælgætisleitin standi frá kl. 17:00 - 19:00 miðvikudaginn 1. mars. Til að sækja miðann þarf að smella á myndina og síðan má svo prenta út.

Prenta | Senda grein

Foreldraviðtöl, undirbúningsdagur og vetrarleyfi

Foreldraviðtöl verða föstudaginn 17. febrúar og þá mæta nemendur með foreldrum/forráðamönnum til viðtals við kennara. Engin kennsla er þann dag.
Dagana 20. og 21. febrúar er vetrarfrí og skólinn lokaður.
Miðvikudaginn 22. febrúar er undirbúningsdagur kennara og engin kennsla.
Kennsla hefst á ný samkvæmt stundaskrá fimmtudaginn 23. febrúar

Prenta | Senda grein

Bókabíllinn stoppar við Laugarnesskóla

IMG 1409 SmallSamstarf á milli bókabíls Borgarbókasafnsins og Laugarnesskóla er nú hafið. Bókabíllinn mun stoppa við Laugarnesskóla á fimmtudögum og vera aðgengilegur 5. og 6. bekkjunum til að byrja með. Markmiðið með þessu samstarfi er að auka bókaúrval fyrir nemendur og næra þá spennu sem getur myndast við að velja sér áhugaverða bók. Nú þegar hafa fjórir bekkir kíkt í bílinn og var ekki annað að sjá en nemendur væru áhugasamir um þessa nýjung í skólastarfinu.
Laugarnesskóli hefur ávallt lagt mikið upp úr lestri og því er fagnaðarefni að fá bókabílinn í heimsókn vikulega.

Lesa >>

Prenta | Senda grein